Hoppa yfir valmynd

Utankjörfundaratkvæðagreiðslur erlendis

Kosning utan kjörfundar erlendis fer fram hjá:

  • Sendiráðum Íslands og aðalræðisskrifstofum
  • Fastanefndum Íslands hjá alþjóðastofnunum
  • Ræðismönnum Íslands samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins.

Kjósendum er ráðlagt að hafa samband við sendiskrifstofur og kjörræðismenn og bóka tíma eftir samkomulagi til að kjósa.

Sjá upplýsingar um sendiskrifstofur og ræðismenn.

Utanríkisráðuneytið getur einnig ákveðið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stöðum erlendis.

Kosningu utan kjörfundar skal hefja svo fljótt sem kostur er eftir að framboðslistar hafa verið auglýstir, þó eigi síðar en 29 dögum fyrir kjördag. Auglýsir utanríkisráðuneytið hvar og hvenær atkvæðagreiðsla hefst hverju sinni.

Sjá nánar:

Síðast uppfært: 14.5.2024
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum